Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 18:00 Um 20 til 30 kindum var bjargað í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg
Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23
Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40
Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23