Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 11:00 Teikning af mögulegri bækistöð á Mars. SpaceX Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan. SpaceX Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan.
SpaceX Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira