Um hádegi á staðartíma var sagt frá því að götur í miðborg Miami minni á ár, en vatnshæðin þar nær íbúum upp að mitti. Sjá má myndband af flóðunum hér að neðan.
Streets turning into rivers in the Brickell area due to #Irma storm surge pic.twitter.com/pZFXzub0nJ
— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 10, 2017
Irma hefur kjagað örlítið austar en áætlað var og því er fylgst náið með því hvar hún mun koma á land. Íbúar á þeim svæðum sem áður var talið að myndu ekki lenda í auga Irmu hafa því þurft að bregðast snögglega við breyttri stefnu fellibylsins.
Hægt er að fylgjast með ferðum Irmu hér að neðan.
Yfirvöld í Tampa, St.Petersburg og Manatee sýslu hafa sett á útgöngubönn til reyna að takmarka skaða fellibylsins, Íbúar á þessum svæðum er skipað að halda sig heima fyrir eða í neyðarskýlum.
Áhrif fellibylja eru margvísleg en um 1,43 milljónir heimila í Flórídaríki eru án rafmagns, það eru um 29 prósent heimila í ríkinu.