Þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson munu allir fá kveðjuleik með íslenska landsliðinu þegar liðið leikur tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í lok næsta mánaðar.
Þetta kemur fram á vef Rúv í dag en allir hættu þeir að spila með landsliðinu á síðasta ári eftir langan og farsælan feril í bláa búningnum.
Allir voru þeir í liði Íslands sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 sem og í bronsliðinu á EM 2010 í Austurríki. Þremenningarnir fóru á meira en tíu stórmót hver með íslenska landsliðinu.
Leikið verður við Svía dagana 26. og 28. október.
Silfurdrengir fá kveðjuleik með landsliðinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
Fleiri fréttir
