Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2017 19:15 Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30