Afkoma byssuframleiðanda versnar eftir kjör Trump 13. september 2017 10:56 Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum hafa alið á ótta fólks við að stjórnmálamenn ætli að svipta þá réttindum til að bera vopn. Það hefur verið talið kynda undir skotvopnasölu. Vísir/AFP Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum. Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum.
Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira