Afkoma byssuframleiðanda versnar eftir kjör Trump 13. september 2017 10:56 Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum hafa alið á ótta fólks við að stjórnmálamenn ætli að svipta þá réttindum til að bera vopn. Það hefur verið talið kynda undir skotvopnasölu. Vísir/AFP Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum. Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum.
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira