Viðskipti innlent

Norðursigling velti milljarði í fyrra

Haraldur Guðmundsson skrifar
Norðursigling rekur einnig veitingastaðina Gamla Bauk, Café Hvalbak og Húsavíkurslipp.
Norðursigling rekur einnig veitingastaðina Gamla Bauk, Café Hvalbak og Húsavíkurslipp. Norðursigling
Rekstrartekjur hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík í fyrra námu 1.041 milljón króna. Jukust þær um 34 prósent frá árinu á undan.

Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Norðursiglingar. Samkvæmt honum hagnaðist fyrirtækið um 48 milljónir króna í fyrra. Afkoman var þá tveimur milljónum lægri en árið á undan.

Fyrirtækið átti í árslok 2016 eignir upp á 1,3 milljarða en skuldaði 889 milljónir. Það rekur einnig veitingastaðina Gamla Bauk, Café Hvalbak og Húsavíkurslipp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×