Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ekkert samkomulag hafi náðst á milli hans og demókrata varðandi áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Þau Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, sögðu í gærkvöldi að þau hefðu samið við forsetann um DACA og um að ekkert yrði af byggingu veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hvíta húsið hefur sagt að þessi atriði hefðu verið rædd á fundinum í gær, en ekkert samkomulag hefði náðst.Sjá einnig: Kvöldverðafundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi Í röð tísta sagði Trump í morgun að ekkert samkomulag hefði náðst varðandi DACA. Þá væri þegar byrjað að byggja vegginn með tilliti til þess að staðið er að umbótum á þeim veggjum og girðingum sem þegar eru til staðar á landamærunum.No deal was made last night on DACA. Massive border security would have to be agreed to in exchange for consent. Would be subject to vote.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 The WALL, which is already under construction in the form of new renovation of old and existing fences and walls, will continue to be built.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 Forsetinn tísti einnig um DACA og spurði hvort nokkur vildi í alvörunni reka „gott, mentað og afkastamikið ungt fólk sem er í vinnu, sumir þjóna í hernum? Í alvörunni!“ Trump sagði umrætt ungt fólk hafa verið í Bandaríkjunum um margra ára skeið og þau hefðu komið til landins með foreldrum sínum þegar þau voru ung. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni sem Barack Obama kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Tístin enda svo á orðunum; „Plús UMFANGSMIKIÐ landamæraeftirlit“, eins og til hafi staðið að bæta við þau. Næsta tíst forsetans sem birtist um hálftíma síðar fjallar þó um að hann sé á leið til Flórída.Does anybody really want to throw out good, educated and accomplished young people who have jobs, some serving in the military? Really!.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 ...They have been in our country for many years through no fault of their own - brought in by parents at young age. Plus BIG border security— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 Bandamenn Donald Trump í Repúblikanaflokknum brugðust reiðir við fregnum um samkomulag forsetans og demókrata í gær. Þingmenn flokksins spáðu meðal annars því að dyggustu stuðningsmenn Trump myndu snúast gegn honum ef fregnirnar reyndust réttar, samkvæmt frétt Washington Post. Þá lýstu repúblikanar yfir furðu sinni á því að Trump ætlaði að snúa baki við sínum stærstu kosningaloforðum. Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi DACA, landamæramál og veggurinn umdeildi voru meðal umræðuefna á fundi Donalds Trump og demókrata. 14. september 2017 06:12 Spicer mætti til Jimmy Kimmel og rifjaði upp blaðamannafundinn eftirminnilega Sean Spicer var einnig spurður um eftirminnilega túlkun leikkonunnar Melissu McCarthy á honum sjálfum. 14. september 2017 10:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ekkert samkomulag hafi náðst á milli hans og demókrata varðandi áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Þau Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, sögðu í gærkvöldi að þau hefðu samið við forsetann um DACA og um að ekkert yrði af byggingu veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hvíta húsið hefur sagt að þessi atriði hefðu verið rædd á fundinum í gær, en ekkert samkomulag hefði náðst.Sjá einnig: Kvöldverðafundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi Í röð tísta sagði Trump í morgun að ekkert samkomulag hefði náðst varðandi DACA. Þá væri þegar byrjað að byggja vegginn með tilliti til þess að staðið er að umbótum á þeim veggjum og girðingum sem þegar eru til staðar á landamærunum.No deal was made last night on DACA. Massive border security would have to be agreed to in exchange for consent. Would be subject to vote.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 The WALL, which is already under construction in the form of new renovation of old and existing fences and walls, will continue to be built.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 Forsetinn tísti einnig um DACA og spurði hvort nokkur vildi í alvörunni reka „gott, mentað og afkastamikið ungt fólk sem er í vinnu, sumir þjóna í hernum? Í alvörunni!“ Trump sagði umrætt ungt fólk hafa verið í Bandaríkjunum um margra ára skeið og þau hefðu komið til landins með foreldrum sínum þegar þau voru ung. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni sem Barack Obama kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Tístin enda svo á orðunum; „Plús UMFANGSMIKIÐ landamæraeftirlit“, eins og til hafi staðið að bæta við þau. Næsta tíst forsetans sem birtist um hálftíma síðar fjallar þó um að hann sé á leið til Flórída.Does anybody really want to throw out good, educated and accomplished young people who have jobs, some serving in the military? Really!.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 ...They have been in our country for many years through no fault of their own - brought in by parents at young age. Plus BIG border security— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017 Bandamenn Donald Trump í Repúblikanaflokknum brugðust reiðir við fregnum um samkomulag forsetans og demókrata í gær. Þingmenn flokksins spáðu meðal annars því að dyggustu stuðningsmenn Trump myndu snúast gegn honum ef fregnirnar reyndust réttar, samkvæmt frétt Washington Post. Þá lýstu repúblikanar yfir furðu sinni á því að Trump ætlaði að snúa baki við sínum stærstu kosningaloforðum.
Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi DACA, landamæramál og veggurinn umdeildi voru meðal umræðuefna á fundi Donalds Trump og demókrata. 14. september 2017 06:12 Spicer mætti til Jimmy Kimmel og rifjaði upp blaðamannafundinn eftirminnilega Sean Spicer var einnig spurður um eftirminnilega túlkun leikkonunnar Melissu McCarthy á honum sjálfum. 14. september 2017 10:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15
Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi DACA, landamæramál og veggurinn umdeildi voru meðal umræðuefna á fundi Donalds Trump og demókrata. 14. september 2017 06:12
Spicer mætti til Jimmy Kimmel og rifjaði upp blaðamannafundinn eftirminnilega Sean Spicer var einnig spurður um eftirminnilega túlkun leikkonunnar Melissu McCarthy á honum sjálfum. 14. september 2017 10:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44