Game of Thrones: Koma í veg fyrir spennuspilla með mörgum lokaatriðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2017 11:28 Systkinin Jaime og Cersei Lannister eiga í nánari sambandi en skipulagsfulltrúar geta sætt sig við. HBO Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones. Allt verður reynt til þess að koma í veg fyrir að því verði lekið hvernig þættirnir munu enda. Mikil leynd hvílir yfir áttundu og síðustu seríu þáttanna en framleiðsla þeirra er nú í bígerð. Búist er við að framleiðendurnir muni láta seríuna enda á allt að fimm mismunandi vegu, allt til þess að koma í veg fyrir að áhorfendur muni vita hver hinn raunverulegi endir verður. Þetta staðfestir Casey Bloys yfirmaður þáttagerðar hjá HBO sem framleiðir þættina. „Þegar maður er með svona þætti sem hafa verið lengi í sjónvarpi er þetta mikilvægt. Það er alltaf einhver sem veit hvernig þættirnir enda en ef menn gera þetta svona er í raun og veru ekkert ákveðið svar við því fyrr en lokaþátturinn er sýndur,“ sagði Bloys. Game of Thrones verður alls ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn til þess að gera þetta. Þetta er í raun vel þekkt bragð í Hollywood. Framleiðendur þátta á borð við Dallas, Sopranos og Breaking Bad þættina gerðu það nákvæmlega sama, allt til þess að koma í veg fyrir spennuspilla (e. spoilers.) Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones. Allt verður reynt til þess að koma í veg fyrir að því verði lekið hvernig þættirnir munu enda. Mikil leynd hvílir yfir áttundu og síðustu seríu þáttanna en framleiðsla þeirra er nú í bígerð. Búist er við að framleiðendurnir muni láta seríuna enda á allt að fimm mismunandi vegu, allt til þess að koma í veg fyrir að áhorfendur muni vita hver hinn raunverulegi endir verður. Þetta staðfestir Casey Bloys yfirmaður þáttagerðar hjá HBO sem framleiðir þættina. „Þegar maður er með svona þætti sem hafa verið lengi í sjónvarpi er þetta mikilvægt. Það er alltaf einhver sem veit hvernig þættirnir enda en ef menn gera þetta svona er í raun og veru ekkert ákveðið svar við því fyrr en lokaþátturinn er sýndur,“ sagði Bloys. Game of Thrones verður alls ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn til þess að gera þetta. Þetta er í raun vel þekkt bragð í Hollywood. Framleiðendur þátta á borð við Dallas, Sopranos og Breaking Bad þættina gerðu það nákvæmlega sama, allt til þess að koma í veg fyrir spennuspilla (e. spoilers.)
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45