Sjávarútvegssýningin í Smáranum hefur veruleg áhrif á leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deildinni í fótbolta í dag.
Blikar taka á móti KR-ingum klukkan 17.00 en leikurinn er í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. KR-ingar verða eiginlega að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á Evrópusæti.
Sjávarútvegssýningin í Smáranum er vel sótt og þar sem að hún er í fullum gangi þessa dagana þá verða bílastæði af skornum skammti fyrir leik Breiðabliks og KR.
Blikar biðla því til starfsmanna, leikmanna og vallargesta að leggja bílum sínum á Kópavogstúni, hinum megin við Hafnarfjarðarveginn, koma fótgangandi á völlinn eða nota almenningssamgöngur.
Það má sjá skilaboðin frá Blikum hér fyrir neðan.
