Hvíta húsið vill að sjónvarpskona verði rekin fyrir ummæli um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 16:15 Hill (2. t.v.) ásamt félögum sínum í SportsCenter á ESPN. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012 Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012
Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira