Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum svekktur að sínum mönnum hafi ekki tekist að landa sigri á heimavelli í dag. Fjölnir gerði 2-2 jafntefli við ÍA, sem gerði lítið fyrir liðin, en þau eru bæði í bullandi fallbaráttu í Pepsi deildinni.
„Mjög svekktur. Þetta var mjög skrýtinn leikur og skrýtin mörk sem litu dagsins ljós í rauninni.“
„Það sem gerist í lokin sem ég er mjög ósáttur við var að skagamenn eru að berjast fyrir lífi sínu eins og við að sjálfsögðu, er að þeir setja allt í sóknina. Við fáum þá 5-6 upphlaup sem er með ólíkindum að við höfum ekki klárað. Ég er mjög ósáttur með að við höfum ekki klárað þetta hér á heimavelli. Við þurftum þessi þrjú stig en við vildum ekki taka þau.”
Hvað taldi hann vanta til að gera útum leikinn í lokin?
„Það vantaði bara gæði. Í það síðasta fáum við þrjú færi til að koma boltanum inn, það vantar aðeins meiri hungur þarna. Það sem telur mest er að hafa ekki fengið þrjú stig.”
Ágúst var að lokum spurður út í næstu leiki sinna manna og sigur eyjamanna, sem komust með sigri fyrir ofan Fjölni í dag.
„Ég vissi alltaf að ÍBV myndu taka stig. Þetta er bara undir okkur sjálfum komið. Við þurfum að fara að skora almennileg mörk og halda búrinu hreinu.”
Gústi Gylfa: Við þurftum þessi þrjú stig en við vildum ekki taka þau

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍA 2-2 | Skagamenn halda sér á floti
ÍA heldur vonum sínum um áframhaldandi sæti í Pepsi deildinni á lofti með jafntefli í Grafarvogi.