Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2017 06:00 Mikill viðbúnaður var í fyrrakvöld þegar þota frá Wissair þar sem eldur var sagður vera um borð lenti á Keflavíkurflugvelli. vísir/víkurfréttir Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sjá meira
Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sjá meira