Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2017 06:00 Mikill viðbúnaður var í fyrrakvöld þegar þota frá Wissair þar sem eldur var sagður vera um borð lenti á Keflavíkurflugvelli. vísir/víkurfréttir Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira