Fjölbreytt flóra á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Ný mál og endurflutt eru boðuð frá ríkisstjórninni en málaskrá hennar var birt í gær. Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira