Lét innsæið ráða öllum skrefum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2017 10:15 Þegar Halldór var í heimspeki í Háskólanum fyrir fimmtán árum kveðst hann hafa fengið áhuga fyrir málspekinni. Vísir/Eyþór Sýningin fjallar í raun um það ferli að vakna og fá vilja til að gera eitthvað – hjá mér er það að fást við myndlist og hjá flestum öðrum eitthvað allt annað,“ segir Halldór Ragnarsson myndlistarmaður um inntak sýningarinnar Svona sirka svona sem hann opnar í dag klukkan fjögur að Skúlagötu 32. Gjörningurinn að vinna að sýningunni sem heild og af tilfinningu er hvatinn að henni, að sögn Halldórs sem sjálfur kveðst hafa spurt sig í vinnuferlinu hvort sú hugmynd hefði nógu mikið gildi. „Kannski mun áhorfandinn spyrja sig eitthvað svipað líka. En ég ræð engu um það. Verkin eru eins og börnin manns, maður veit aldrei hvernig þeim verður tekið en vonar það besta.“ Sýningin Svona sirka svona er framhald sýningar sem Halldór var með í Gróttu í desember. Hún hét Útskýringar. „Þá var ég að útskýra það sem var á fletinum. Þessi sýning er í hina áttina, en ég er samt dálítið að útskýra það sem gerist þegar maður mætir í vinnu. Það er einmanalegt starf að vera myndlistarmaður, alltaf að leita að svörum þó þau séu ekki endilega við flóknum spurningum eins og um líf eftir dauðann.“sdfaÖll verkin eru með texta. Halldór segir þau tengjast og vera á vissan máta að vitna hvert í annað. „Ég er að leika mér með tungumálið. Þegar ég byrjaði ákvað ég að hafa ferlið opið í báða enda og láta innsæið ráða öllum skrefum, ekkert ósvipað og rithöfundur lætur eitt leiða af öðru í söguþræði sínum,“ segir hann og heldur áfram: „Þó eru þetta myndverk, fyrst og fremst – samkrull af tungumálaheimspeki og persónulegum þáttum sem geta átt við hvern sem er. Þetta er sirka svona. Það er erfitt að útskýra eitthvað þegar maður vill ekki útskýra það.“ Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýningin fjallar í raun um það ferli að vakna og fá vilja til að gera eitthvað – hjá mér er það að fást við myndlist og hjá flestum öðrum eitthvað allt annað,“ segir Halldór Ragnarsson myndlistarmaður um inntak sýningarinnar Svona sirka svona sem hann opnar í dag klukkan fjögur að Skúlagötu 32. Gjörningurinn að vinna að sýningunni sem heild og af tilfinningu er hvatinn að henni, að sögn Halldórs sem sjálfur kveðst hafa spurt sig í vinnuferlinu hvort sú hugmynd hefði nógu mikið gildi. „Kannski mun áhorfandinn spyrja sig eitthvað svipað líka. En ég ræð engu um það. Verkin eru eins og börnin manns, maður veit aldrei hvernig þeim verður tekið en vonar það besta.“ Sýningin Svona sirka svona er framhald sýningar sem Halldór var með í Gróttu í desember. Hún hét Útskýringar. „Þá var ég að útskýra það sem var á fletinum. Þessi sýning er í hina áttina, en ég er samt dálítið að útskýra það sem gerist þegar maður mætir í vinnu. Það er einmanalegt starf að vera myndlistarmaður, alltaf að leita að svörum þó þau séu ekki endilega við flóknum spurningum eins og um líf eftir dauðann.“sdfaÖll verkin eru með texta. Halldór segir þau tengjast og vera á vissan máta að vitna hvert í annað. „Ég er að leika mér með tungumálið. Þegar ég byrjaði ákvað ég að hafa ferlið opið í báða enda og láta innsæið ráða öllum skrefum, ekkert ósvipað og rithöfundur lætur eitt leiða af öðru í söguþræði sínum,“ segir hann og heldur áfram: „Þó eru þetta myndverk, fyrst og fremst – samkrull af tungumálaheimspeki og persónulegum þáttum sem geta átt við hvern sem er. Þetta er sirka svona. Það er erfitt að útskýra eitthvað þegar maður vill ekki útskýra það.“
Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira