Trump ekki hættur við að draga sig úr Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 18:52 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, neitar því að stefnubreyting hafi átt sér stað gagnvart Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt undan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt undan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17