Trump ekki hættur við að draga sig úr Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 18:52 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, neitar því að stefnubreyting hafi átt sér stað gagnvart Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17