Flókin staða hjá minni flokkum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2017 07:00 Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins. vísir/vilhelm Stuttur fyrirvari fyrir kosningar þýðir að óvíst er hvort smærri framboð muni ná að bjóða fram eður ei. Fyrirhugaður kjördagur er 28. október næstkomandi. „Þetta kom alveg flatt upp á okkur líkt og flesta landsmenn,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins. Flokkurinn á rætur að rekja til Íslensku þjóðfylkingarinnar og var stofnaður fyrir rétt rúmum mánuði. Fundað verður í vikunni um framhaldið. „Ég á ekki von á því að við treystum okkur í framboð. Fyrirvarinn er einfaldlega of lítill. Það er ekki nema fyrir flokksmaskínur að taka þátt núna,“ segir Gunnlaugur. „Okkar undirbúningur hafði miðað að sveitarstjórnarkosningum. Okkur líður smá eins og körfuboltaliði sem mætir á staðinn og fær að vita að það eigi að keppa í fótbolta.“ Ragnar Sverrisson hjá Húmanistaflokknum, en flokkurinn bauð fram í einu kjördæmi í fyrra, segir að flokksmenn muni funda í vikunni. Hann telji þó minni líkur en meiri á að farið verði fram. „Við tökum ákvörðun á þriðjudagskvöldið og við stefnum á öll kjördæmi,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. „En þó kóngur vilji sigla skal byr ráða. Þetta er þó mjög knappur tími.“ „Við funduðum í dag og það verður farið fram,“ segir Pálmey Helga Gísladóttir, formaður Dögunar. Hún segir að ákall sé frá þjóðfélaginu að stjórnmálaflokkar starfi saman og því komi vel til greina að íhuga slíkt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Stuttur fyrirvari fyrir kosningar þýðir að óvíst er hvort smærri framboð muni ná að bjóða fram eður ei. Fyrirhugaður kjördagur er 28. október næstkomandi. „Þetta kom alveg flatt upp á okkur líkt og flesta landsmenn,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins. Flokkurinn á rætur að rekja til Íslensku þjóðfylkingarinnar og var stofnaður fyrir rétt rúmum mánuði. Fundað verður í vikunni um framhaldið. „Ég á ekki von á því að við treystum okkur í framboð. Fyrirvarinn er einfaldlega of lítill. Það er ekki nema fyrir flokksmaskínur að taka þátt núna,“ segir Gunnlaugur. „Okkar undirbúningur hafði miðað að sveitarstjórnarkosningum. Okkur líður smá eins og körfuboltaliði sem mætir á staðinn og fær að vita að það eigi að keppa í fótbolta.“ Ragnar Sverrisson hjá Húmanistaflokknum, en flokkurinn bauð fram í einu kjördæmi í fyrra, segir að flokksmenn muni funda í vikunni. Hann telji þó minni líkur en meiri á að farið verði fram. „Við tökum ákvörðun á þriðjudagskvöldið og við stefnum á öll kjördæmi,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. „En þó kóngur vilji sigla skal byr ráða. Þetta er þó mjög knappur tími.“ „Við funduðum í dag og það verður farið fram,“ segir Pálmey Helga Gísladóttir, formaður Dögunar. Hún segir að ákall sé frá þjóðfélaginu að stjórnmálaflokkar starfi saman og því komi vel til greina að íhuga slíkt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira