Falsa nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2017 20:00 Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí. Á fagráðstefna um stafrænt ofbeldi, sem haldin var í dag, sagði Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri, frá nýjustu vendingum í rannsókn sinni sem beinist að tiltekinni vefsíðu. Undanfarin þrjú ár hefur hún rannsakað síðuna sem hefur að geyma sérstakt íslenskt vefsvæði þar sem einstaklingar óska eftir nektarmyndum af unglingum, langt undir lögaldri. 2062 ljósmyndir voru á íslenska svæðinu í júlí og þar af voru 730 nektarmyndir, langoftast af stúlkum. „96 prósent þolenda voru stúlkur í þessari rannsókn minni þannig þetta er mjög augljóslega kyndbundin vandi og ef að okkur á að takast að komast að rót vandans held ég að það sé mikilvægt að við tæklum hann á þeim forsendum.“ Hildur bendir á að í langflestum tilfellum sé um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. „Til að hámarka skaðann fyrir viðkomandi. Það var mjög algengt að það væru sett í nöfn þolanda. Það var í rúmlega helmingi tilfella. Það er svolítið um það að það sé verið að setja inn í hvaða skóla viðkomandi er en þær eru flestar á grunn- eða framhaldsskólaaldri. Það er líka algengt að það sé verið að setja linka yfir á prófíla viðkomandi á Facebook eða Instagram,“ segir Hildur. Þá er algengt að beðið sé um nektarmynd af einhverjum ákveðnum stúlkum í skiptum við aðra mynd. Hildur segist hafa tekið eftir breytingum á vefsíðunni frá því hún fyrst fór að rannsaka hana árið 2014. „Þarna er tiltölulega algengt að menn séu að setja inn myndir af stúlkum og óska eftir því að myndin sé gegnumlýst og þá greinilega eru menn að nota forrit til að falsa nektarmyndir af einstaklingum þannig það er líka verið að nota þetta til að dreifa fölsum nektarmyndum,“ segir Hildur. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí. Á fagráðstefna um stafrænt ofbeldi, sem haldin var í dag, sagði Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri, frá nýjustu vendingum í rannsókn sinni sem beinist að tiltekinni vefsíðu. Undanfarin þrjú ár hefur hún rannsakað síðuna sem hefur að geyma sérstakt íslenskt vefsvæði þar sem einstaklingar óska eftir nektarmyndum af unglingum, langt undir lögaldri. 2062 ljósmyndir voru á íslenska svæðinu í júlí og þar af voru 730 nektarmyndir, langoftast af stúlkum. „96 prósent þolenda voru stúlkur í þessari rannsókn minni þannig þetta er mjög augljóslega kyndbundin vandi og ef að okkur á að takast að komast að rót vandans held ég að það sé mikilvægt að við tæklum hann á þeim forsendum.“ Hildur bendir á að í langflestum tilfellum sé um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. „Til að hámarka skaðann fyrir viðkomandi. Það var mjög algengt að það væru sett í nöfn þolanda. Það var í rúmlega helmingi tilfella. Það er svolítið um það að það sé verið að setja inn í hvaða skóla viðkomandi er en þær eru flestar á grunn- eða framhaldsskólaaldri. Það er líka algengt að það sé verið að setja linka yfir á prófíla viðkomandi á Facebook eða Instagram,“ segir Hildur. Þá er algengt að beðið sé um nektarmynd af einhverjum ákveðnum stúlkum í skiptum við aðra mynd. Hildur segist hafa tekið eftir breytingum á vefsíðunni frá því hún fyrst fór að rannsaka hana árið 2014. „Þarna er tiltölulega algengt að menn séu að setja inn myndir af stúlkum og óska eftir því að myndin sé gegnumlýst og þá greinilega eru menn að nota forrit til að falsa nektarmyndir af einstaklingum þannig það er líka verið að nota þetta til að dreifa fölsum nektarmyndum,“ segir Hildur.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira