Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2017 02:00 Þessi mynd var tekin á þinginu í gær. Væri hún tekin í dag mætti gera sér í hugarlund að Katrín Jakobsdóttir væri að segja Bjarna Benediktssyni tíðindin.Utanríkisráðherra virðist í það minnsta ekki lítast á blikuna. vísir/anton brink Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Hvor flokkur fengi um 23 prósent. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni en 13,7 prósent svarenda segjast myndu kjósa flokkinn. Flokkur fólksins fengi tæp 11 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi rúm 10 prósent. Þá fengi Björt framtíð rúm 7 prósent og Viðreisn og Samfylkingin yrðu jafn stór með rúm 5 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar fengju átta flokkar menn kjörna á þing. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn fengju 15 þingmenn hvor, Píratar fengju 9 þingmenn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins fengju 7 menn hvor, Björt framtíð héldi í horfinu með fjóra þingmenn. Þá fengju Viðreisn og Samfylkingin þrjá menn hvort. Þetta myndi þýða töluverðar breytingar á þingstyrk flokkanna. Í kosningunum í fyrra fékk Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann, Vinstri græn og Píratar 10 þingmenn hvor, Framsóknarflokkurinn 8 þingmenn, Viðreisn 7, Björt framtíð 4 þingmenn og Samfylkingin 3. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18 september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 64,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9% ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11,5% sögðust óákveðin en 15,1% svöruðu ekki spurningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Hvor flokkur fengi um 23 prósent. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni en 13,7 prósent svarenda segjast myndu kjósa flokkinn. Flokkur fólksins fengi tæp 11 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi rúm 10 prósent. Þá fengi Björt framtíð rúm 7 prósent og Viðreisn og Samfylkingin yrðu jafn stór með rúm 5 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar fengju átta flokkar menn kjörna á þing. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn fengju 15 þingmenn hvor, Píratar fengju 9 þingmenn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins fengju 7 menn hvor, Björt framtíð héldi í horfinu með fjóra þingmenn. Þá fengju Viðreisn og Samfylkingin þrjá menn hvort. Þetta myndi þýða töluverðar breytingar á þingstyrk flokkanna. Í kosningunum í fyrra fékk Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann, Vinstri græn og Píratar 10 þingmenn hvor, Framsóknarflokkurinn 8 þingmenn, Viðreisn 7, Björt framtíð 4 þingmenn og Samfylkingin 3. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18 september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 64,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9% ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11,5% sögðust óákveðin en 15,1% svöruðu ekki spurningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira