Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 10:50 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43