Auðveldara að láta fólki líða illa Magnús Guðmundsson skrifar 1. september 2017 10:00 Eyþór Jóvinsson fyrir framan bræðslutankinn á Flateyri þar sem sýningarnar fara fram. Fyndnasta og skemmtilegasta kvikmyndahátíð landsins og þó víðar væri leitað er haldin á Flateyri um þessar mundir. Hátíðin, sem er nú haldin í annað sinn, hófst í gærkvöldi og stendur fram til sunnudags og Eyþór Jóvinsson segir að tilurð hátíðarinnar sé nú í raun ekki flókin. „Þessi hugmynd kviknaði á annarri kvikmyndahátíð þar sem við vorum búnir að sitja í marga klukkutíma yfir endalausu drama og volæði, barnsmorðum og sjálfsmorðum og ég veit ekki hvað. Allt óskaplega listrænar og vel gerðar myndir en alveg drepleiðinlegar þannig að maður var alveg kominn á barm örvæntingarinnar. Þá hvíslaði ég að félaga mínum, Ársæli Níelssyni sem stendur með mér að hátíðinni, hvort það væri ekki hægt að gera kvikmyndahátíð sem væri skemmtileg. Hátíð þar sem væri verið að skemmta áhorfendum og að það væri gaman og léttleikinn fengi svona að vera í fyrirrúmi. Úr því varð að við skelltum þessari hátíð á koppinn.“Atriði úr myndinni Gæs, eftir Unni Jónsdóttur.Dagskrá hátíðarinnar er skemmtilegt sambland ólíkra mynda og jafnvel frá ólíkum tímabilum en Eyþór segir að fyrst og fremst sé áherslan á stuttmyndir enn sem komið er. „Líkast til er það af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki eins mikið framleitt af gamanmyndum í fullri og lengd og margir hefðu kosið. En það er líka skemmtilegt með stuttmyndirnar að það hafa ekkert margir séð þær og svo er mesta gróskan í gamanmyndum á meðal ungs fólks sem er að taka sín fyrstu skref í kvikmyndagerðinni. Það virðast allir byrja á því að gera litlar gamanmyndir en þróast svo yfir í allar áttir þaðan.“ Eyþór segir að í ár sé á hátíðinni mikið af myndum sem gerðar hafi verið í skóla. „Þetta eru bæði myndir eftir nýliða í kvikmyndagerðinni en svo eins líka myndir eftir reyndari kvikmyndagerðarmenn. Erum til að mynda með tvær gamanmyndir eftir Grím Hákonarson sem hann gerði í skóla og í dag er hann einn okkar þekktasti kvikmyndaleikstjóri. Þannig að hátíð sem þessi gefur færi á aðeins öðrum vinkli.? Eyþór bendir á að í þessum verkum sé oft frábær húmorhráleiki sem helst er að finna hjá unga fólkinu. „Fyrir vikið er þetta mjög skemmtileg og spennandi hátíð á marga vegu.“ Á hátíðinni er svo hafður sá háttur á að einn kvikmyndagerðarmaður er heiðraður fyrir sitt framlag til gamanmynda. „Já, í fyrra vorum við með Ágúst Guðmundsson og Með allt á hreinu, en í ár er það Þráinn Bertelsson og Nýtt líf. Það er svona liður í að lyfta þessu á hærri hest og þakka þeim sem nenna að standa í þessu allt sitt líf fyrir okkur sem kunnum að meta góðar gamanmyndir og það eru nú ekki fáir. Því miður virðist eima eftir af því að það þyki ekki eins fínt að gera gamanmyndir og dramamynd sem er í sjálfu sér merkilegt því það er miklu erfiðara að gera góða gamanmynd en dramatíska. Það er miklu auðveldara að fá fólk til þess að líða illa en að fá það til að hlæja. Þannig að fyrir mér er gamanmyndin æðra form.“Úr myndinni Frægð á Flateyri, eftir Jón Hjört Jónsson en myndin var tekin upp á síðustu hátíð.Eyþór segir að það stefni aftur í alveg ljómandi góða mætingu og að sýningar fari fram í gömlum bræðslutanki sem stendur í þorpsjaðrinum. „Ætli þetta sé ekki eina kringlótta bíóið í heiminum. Þar eru allar bíósýningar meira og minna en svo eru skemmtanir á Vagninum, þeim frábæra stað.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyndnasta og skemmtilegasta kvikmyndahátíð landsins og þó víðar væri leitað er haldin á Flateyri um þessar mundir. Hátíðin, sem er nú haldin í annað sinn, hófst í gærkvöldi og stendur fram til sunnudags og Eyþór Jóvinsson segir að tilurð hátíðarinnar sé nú í raun ekki flókin. „Þessi hugmynd kviknaði á annarri kvikmyndahátíð þar sem við vorum búnir að sitja í marga klukkutíma yfir endalausu drama og volæði, barnsmorðum og sjálfsmorðum og ég veit ekki hvað. Allt óskaplega listrænar og vel gerðar myndir en alveg drepleiðinlegar þannig að maður var alveg kominn á barm örvæntingarinnar. Þá hvíslaði ég að félaga mínum, Ársæli Níelssyni sem stendur með mér að hátíðinni, hvort það væri ekki hægt að gera kvikmyndahátíð sem væri skemmtileg. Hátíð þar sem væri verið að skemmta áhorfendum og að það væri gaman og léttleikinn fengi svona að vera í fyrirrúmi. Úr því varð að við skelltum þessari hátíð á koppinn.“Atriði úr myndinni Gæs, eftir Unni Jónsdóttur.Dagskrá hátíðarinnar er skemmtilegt sambland ólíkra mynda og jafnvel frá ólíkum tímabilum en Eyþór segir að fyrst og fremst sé áherslan á stuttmyndir enn sem komið er. „Líkast til er það af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki eins mikið framleitt af gamanmyndum í fullri og lengd og margir hefðu kosið. En það er líka skemmtilegt með stuttmyndirnar að það hafa ekkert margir séð þær og svo er mesta gróskan í gamanmyndum á meðal ungs fólks sem er að taka sín fyrstu skref í kvikmyndagerðinni. Það virðast allir byrja á því að gera litlar gamanmyndir en þróast svo yfir í allar áttir þaðan.“ Eyþór segir að í ár sé á hátíðinni mikið af myndum sem gerðar hafi verið í skóla. „Þetta eru bæði myndir eftir nýliða í kvikmyndagerðinni en svo eins líka myndir eftir reyndari kvikmyndagerðarmenn. Erum til að mynda með tvær gamanmyndir eftir Grím Hákonarson sem hann gerði í skóla og í dag er hann einn okkar þekktasti kvikmyndaleikstjóri. Þannig að hátíð sem þessi gefur færi á aðeins öðrum vinkli.? Eyþór bendir á að í þessum verkum sé oft frábær húmorhráleiki sem helst er að finna hjá unga fólkinu. „Fyrir vikið er þetta mjög skemmtileg og spennandi hátíð á marga vegu.“ Á hátíðinni er svo hafður sá háttur á að einn kvikmyndagerðarmaður er heiðraður fyrir sitt framlag til gamanmynda. „Já, í fyrra vorum við með Ágúst Guðmundsson og Með allt á hreinu, en í ár er það Þráinn Bertelsson og Nýtt líf. Það er svona liður í að lyfta þessu á hærri hest og þakka þeim sem nenna að standa í þessu allt sitt líf fyrir okkur sem kunnum að meta góðar gamanmyndir og það eru nú ekki fáir. Því miður virðist eima eftir af því að það þyki ekki eins fínt að gera gamanmyndir og dramamynd sem er í sjálfu sér merkilegt því það er miklu erfiðara að gera góða gamanmynd en dramatíska. Það er miklu auðveldara að fá fólk til þess að líða illa en að fá það til að hlæja. Þannig að fyrir mér er gamanmyndin æðra form.“Úr myndinni Frægð á Flateyri, eftir Jón Hjört Jónsson en myndin var tekin upp á síðustu hátíð.Eyþór segir að það stefni aftur í alveg ljómandi góða mætingu og að sýningar fari fram í gömlum bræðslutanki sem stendur í þorpsjaðrinum. „Ætli þetta sé ekki eina kringlótta bíóið í heiminum. Þar eru allar bíósýningar meira og minna en svo eru skemmtanir á Vagninum, þeim frábæra stað.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira