Þriðjungi fleiri leituðu til neyðarmóttökunnar í sumar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2017 19:03 Nú í sumar hafa ríflega þriðjungi fleiri komið á Neyðarmóttökuna en síðasta sumar. Það stefnir í að metfjöldi leiti til móttökunnar í ár. Eingöngu tuttugu prósent þeirra sem leita sér aðstoðar enda á að leggja fram kæru. Á tímabilinu 1. maí til 1. september árið 2015 voru 51 mál tilkynnt á neyðarmóttökuna. Á sama tíma ári síðar var tilkynnt um 57 mál. Nú í sumar hefur verið tilkynnt um 74 mál og þar af 28 mál í júlí sem er metfjöldi koma á móttökuna á einum mánuði. Með þessu áframhaldi stefnir í metár í komum á Neyðarmóttökuna. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri móttökunnar, segir umfjöllun geta útskýrt fjölgunina. „Ef komum heldur áfram að fjölga svona þá stefnir í annað metár. Ég held að brotaþolar séu að leita til okkar í meiri mæli, ég held þeir viti hvert þeir eigi að mæta, held við höfum kynnt neyðarmóttökuna vel og að hún sé opin allan sólarhringinn alla daga," segir Hrönn. Á alþjóðavísu er talið að um 25 prósent þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi leiti sér aðstoðar. Á síðasta ári leituðu 169 til móttökunnar og má leiða líkum að því að það sé eingöngu fjórðungur þolenda. Það hefur ekki verið fjölgun á kærum, það eru í kringum 20% af þeim málum sem koma til okkar. Af hverju það er, vitum við ekki alveg. En það er samt gott teymi sem starfar að þessum málum og gott samstarf við löggæsluvaldið. En okkar hlutverk er ekki að þrýsta á að brotaþolar kæri - það er þeirra val. En við erum sannarlega brú yfir til löggæsluvaldsins." Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Nú í sumar hafa ríflega þriðjungi fleiri komið á Neyðarmóttökuna en síðasta sumar. Það stefnir í að metfjöldi leiti til móttökunnar í ár. Eingöngu tuttugu prósent þeirra sem leita sér aðstoðar enda á að leggja fram kæru. Á tímabilinu 1. maí til 1. september árið 2015 voru 51 mál tilkynnt á neyðarmóttökuna. Á sama tíma ári síðar var tilkynnt um 57 mál. Nú í sumar hefur verið tilkynnt um 74 mál og þar af 28 mál í júlí sem er metfjöldi koma á móttökuna á einum mánuði. Með þessu áframhaldi stefnir í metár í komum á Neyðarmóttökuna. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri móttökunnar, segir umfjöllun geta útskýrt fjölgunina. „Ef komum heldur áfram að fjölga svona þá stefnir í annað metár. Ég held að brotaþolar séu að leita til okkar í meiri mæli, ég held þeir viti hvert þeir eigi að mæta, held við höfum kynnt neyðarmóttökuna vel og að hún sé opin allan sólarhringinn alla daga," segir Hrönn. Á alþjóðavísu er talið að um 25 prósent þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi leiti sér aðstoðar. Á síðasta ári leituðu 169 til móttökunnar og má leiða líkum að því að það sé eingöngu fjórðungur þolenda. Það hefur ekki verið fjölgun á kærum, það eru í kringum 20% af þeim málum sem koma til okkar. Af hverju það er, vitum við ekki alveg. En það er samt gott teymi sem starfar að þessum málum og gott samstarf við löggæsluvaldið. En okkar hlutverk er ekki að þrýsta á að brotaþolar kæri - það er þeirra val. En við erum sannarlega brú yfir til löggæsluvaldsins."
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira