Refsingin mikla Haukur Hauksson skrifar 4. september 2017 06:00 Einu sinni var ball í Borgarnesi og var margt gesta, drykkja var talsverð, keyptu menn aðallega drykki af barnum og voru með volga vasapela og buðu með sér viskí, vodka og kláravín. Snæfellingar létu sig ekki vanta og þegar líða var tekið á brutust út slagsmál mikil á milli Ólsara og Sandara, að sjálfsögðu út af kvenmanni – Ínu að nafni, ljósri yfirlitum og fagurri mjög. Sandarar kölluðu hana reyndar alltaf Níu, jafnvel Nýju, Ína sjálf hélt að um uppnefni væri að ræða en Sandarar lofuðu að kynna sér betur bakgrunn hennar og sögu og bera nafnið rétt fram. Skemmst er frá því að segja að Ína fór með Ólsara heim af ballinu og eiga þau nú börn og buru. Mikill hiti var í Söndurum vegna þessa og ákváðu þeir að refsa Ólsurum eins grimmilega og hægt væri, nú voru góð ráð dýr, settir voru í gang miklir verkferlar til að standa í lappirnar og lúffa ekki fyrir Ólsurum. Stóri dómur kom eftir miklar vangaveltur, skrif og hringingar; jafnvel Suður: Nú látum við alla vita hve þessir Ólsarar eru mikil illmenni og hættum að selja þeim mjólk, þeir hljóta að byrja að rífast við Ínu og skilja við hana, það er þó skárra að hún sé einstæð móðir en gift þessum Ólsara. Það er jú alltaf einhver fórnarkostnaður. Í stuttu máli brást þetta, Ólsarar byrjuðu að kaupa mjólk af Hólmurum og nú blómstrar mjólkurbú Stykkishólms en það á Hellissandi er í miklum vandræðum og á barmi gjaldþrots og þeir fyrir Sunnan vilja ekkert kaupa. Þetta gengur svo langt að byrjað er að uppnefna þá á Hellissandi „sjálfsrefsara“ og masókista. Menn vona hins vegar að ný og mjög öflug markaðsherferð úti í heimi skili tilætluðum árangri, áður en um seinan er.Höfundur er leiðsögurmaður og magister í alþjóðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var ball í Borgarnesi og var margt gesta, drykkja var talsverð, keyptu menn aðallega drykki af barnum og voru með volga vasapela og buðu með sér viskí, vodka og kláravín. Snæfellingar létu sig ekki vanta og þegar líða var tekið á brutust út slagsmál mikil á milli Ólsara og Sandara, að sjálfsögðu út af kvenmanni – Ínu að nafni, ljósri yfirlitum og fagurri mjög. Sandarar kölluðu hana reyndar alltaf Níu, jafnvel Nýju, Ína sjálf hélt að um uppnefni væri að ræða en Sandarar lofuðu að kynna sér betur bakgrunn hennar og sögu og bera nafnið rétt fram. Skemmst er frá því að segja að Ína fór með Ólsara heim af ballinu og eiga þau nú börn og buru. Mikill hiti var í Söndurum vegna þessa og ákváðu þeir að refsa Ólsurum eins grimmilega og hægt væri, nú voru góð ráð dýr, settir voru í gang miklir verkferlar til að standa í lappirnar og lúffa ekki fyrir Ólsurum. Stóri dómur kom eftir miklar vangaveltur, skrif og hringingar; jafnvel Suður: Nú látum við alla vita hve þessir Ólsarar eru mikil illmenni og hættum að selja þeim mjólk, þeir hljóta að byrja að rífast við Ínu og skilja við hana, það er þó skárra að hún sé einstæð móðir en gift þessum Ólsara. Það er jú alltaf einhver fórnarkostnaður. Í stuttu máli brást þetta, Ólsarar byrjuðu að kaupa mjólk af Hólmurum og nú blómstrar mjólkurbú Stykkishólms en það á Hellissandi er í miklum vandræðum og á barmi gjaldþrots og þeir fyrir Sunnan vilja ekkert kaupa. Þetta gengur svo langt að byrjað er að uppnefna þá á Hellissandi „sjálfsrefsara“ og masókista. Menn vona hins vegar að ný og mjög öflug markaðsherferð úti í heimi skili tilætluðum árangri, áður en um seinan er.Höfundur er leiðsögurmaður og magister í alþjóðamálum.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar