Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. september 2017 20:30 vísir/anton Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll. Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll.
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira