Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. september 2017 20:30 vísir/anton Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Fyrirkomulag skráningarkerfis sem heldur utan um persónuupplýsingar um fanga samrýmist ekki lögum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Í júlí kvartaði Afstaða, félag fanga, til Persónuverndar, fyrir hönd eins fanga, vegna miðlunar svokallaðra dagbókafærsla á milli fangelsa, en í hverju fangelsi eru skrifaðar færslur um það sem þar gerist. Í kvörtuninni segir að fangaverðir hafi geta lesið þar um persónuleg mál fanga í öðrum fangelsum. Kvartandi viti til þess að fangaverðir hafi hlegið og gert grín að því hvað tilteknir fangar séu erfiðir og því sem þeir hafi gert af sér í öðrum fangelsum. Í ákvörðun Persónuverndar, frá 22. ágúst síðastliðnum, kemur fram að engin aðgerðaskráning hafi verið í skráningarkerfi fangelsanna og því hafi ekki verið hægt að komast að raun um hvaða starfsmenn hafi fengið aðgang að hvaða skjölum í kerfinu. Eða með öðrum orðum var ekki hægt að rekja hvaða starfsmenn flettu upp upplýsingum um fanga. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag aðgerðarskráningar og innra eftirlits með uppflettingum í skráningarkerfinu samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fangelsismálastofnun þarf að upplýsa Persónuvernd um það, eigi síðar en 1. október 2017, hvenær hverjum og einum starfsmanni verði fenginn séraðgangur að kerfinu og aðgangsorð. Þá skal Fangelsismálastofnun senda Persónuvernd lýsingu á því hvernig stofnunin hyggst haga eftirliti með aðgangi starfsmanna fangelsanna að upplýsingum í kerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að nú þegar hafi breytingar verið gerðar. „Það eru allir sammála um það að þetta eru upplýsingar sem fangaverðir þurfa að hafa aðgang að, starfs síns vegna. Það sem vantaði var rekjanleiki upplýsinganna og við bregðust og brugðumst þegar við þessari ábendingu og það er verið að tryggja það núna ,“ segir Páll og bætir við að þannig hafi breytingar á kerfinu nú þegar verið gerðar. „Það er verið að breyta því þannig að það er rekjanlegt að við getum séð hvernig fara inn á hvaða færslur. Menn geta bara farið inn á upplýsingarnar undir sínu eigin kenniorði og lykilorði. Ekki eins og það var áður að varðstofa út af fyrir sig dugði til,“ segir Páll.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira