Merki um tröllvaxið svarthol nærri miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 22:05 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Nærri miðjunni virðist annað en minna risasvarthol vera að finna. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian. Vísindi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian.
Vísindi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira