Erlendir ríkisborgarar um 12 prósent af vinnuafli á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. september 2017 20:00 Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira