Ríkið í samningaviðræður við kennara og háskólafólk í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. september 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. vísir/eyþór Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Samningaviðræður ríkisins við 17 aðildarfélög BHM eru hafnar og í nóvember hefjast formlegar kjaraviðræður við Félag framhaldsskólakennara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að í komandi kjaraviðræðum leggi ríkið fram áætlun um það hvernig eigi að jafna laun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins. „Svo eru fjölmörg önnur atriði sem varða innri útfærslur á okkar kjarasamningi varðandi vinnutímaákvæði, kennsluskyldu og annað,“ segir Guðríður. Guðríður segir engar áætlanir hafa verið lagðar fram um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það hefur bara ekkert komið fram, bara ekki neitt. Það var farið fram með talsverðu offorsi fyrir áramót að breyta lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það var talað um að því ætti þá að fylgja jöfnun á launum milli markaða,“ segir Guðríður. Það sé ekki hægt að réttlæta launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins þegar búið er að jafna lífeyrisréttindin. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að áherslan væri á að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum og byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. „Við nálgumst þetta verkefni við samningaviðræðurnar sem samstarfsverkefni við verkalýðsfélögin. Það er búið að lýsa því yfir að við ætlum að jafna kjör á almennum og opinberum markaði. Það hafa verði stigin mikilvæg skref í þá átt við samræmingu lífeyrisréttinda sem verður að fullu lokið á miðju næsta ári og í síðustu kjarasamningum lýsti ríkið því yfir að það vildi vinna að þessari samræmingu,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17 Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. 5. september 2017 15:17
Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. 5. september 2017 20:00