Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Þjóðleiðin um Breiðamerkursand Páll Imsland skrifar 7. september 2017 07:00 Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun