SA & samfélagsleg ábyrgð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. september 2017 07:00 Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar