RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. september 2017 14:00 Adolf Ingi Erlingsson starfaði hjá RÚV í 22 ár. Hann var rekinn árið 2013 og höfðaði í kjölfarið mál vegna eineltis sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Hér er hann að störfum á EM í handbolta í Austurríki árið 2010. vísir Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47