Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2017 08:24 Sjanghæ stendur við Strandgötu á Akureyri. Vísir/getty Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01