Innlent

Kvöldsundi haldið áfram í vetur

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Vesturbæjarlaug.
Frá Vesturbæjarlaug. Vísir/Daníel
Breiðholtslaug og Vesturbæjarlaug verða opnar til tíu öll kvöld í vetur. Þetta var samþykkt af fulltrúum Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur í dag.

Í vor var ákveðið að lengja opnunartíma sundlauganna um helgar og var ákveðið að halda því áfram í vetur.

Sjá einnig: Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og breiðholti í sumar

Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir breytinguna í sumar hafa reynst vel og mikil aukning hafi verið í sundlaugunum á kvöldin í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×