Notkun þunglyndislyfja aukist verulega meðal 15-19 ára stúlkna: „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. september 2017 19:30 Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira