Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna nú að komast að samkomulagi vegna stöðunnar sem upp er komin í borgarstjórn í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar úr Framsóknarflokknum. Snúin staða er komin upp í flokknum. Samsett Mynd „Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans. Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
„Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans.
Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20