Biðraðir með tugum bíla enn daglegt brauð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Á 15 mínútum keyrðu 43 ökumenn inn á dæluplan Costco. vísir/ernir „Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
„Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira