Eftirför á Reykjanesi: Rannsóknarlögreglumaður segir lögreglu og almenning hafa verið í hættu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 20. ágúst 2017 22:03 Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01
Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21