Trump tilkynnir um ákvörðun sína varðandi hernað í Afghanistan Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 23:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli. Donald Trump Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli.
Donald Trump Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira