Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Grindavík 2-0 | Einar Karl sá um Grindvíkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. ágúst 2017 22:00 Einar Karl og félagar fagna í kvöld. vísir/stefán Valsmenn eru enn með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir sigur á Grindavík í kvöld. Þar með náði toppliðið að hefna fyrir óvænt tap suður með sjó í fyrri umferð mótsins og er útlitið gott fyrir Hlíðarendapilta nú þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu. Einar Karl Ingvarsson skoraði bæði mörk Valsmanna í kvöld, hvort í sínum hálfleiknum. Síðara markið var sérlega glæsilegt - þrumunegla utan teigs sem söng í netinu. Sigurinn var líka sérstaklega ánægjulegur fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Vals, sem átti stórleik í kvöld. Hann fékk á sig klaufalegt mark í fyrri leik liðanna þegar Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrir þá gulu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í kvöld varði Anton Ari tvívegis frá Andra Rúnari en í fyrra skiptið var um ein bestu tilþrif sumarsins að ræða. Andri Rúnar komst í frákast eftir að Anton varði skot Rene Joensen en náði með ótrúlegum viðbrögðum að verja skot Andra Rúnars af skömmu færi. Stuttu síðar skoraði Einar Karl fyrra mark Vals eftir vel útfærða sókn og kom Valsmönnum í lykilstöðu. Valsmenn tóku þá leikinn yfir og fengu fullt af færum til að auka forystuna enn frekar, en fimm manna varnarlína Grindavíkur hélt ágætu skipulagi og komst vel frá sínu. Grindvíkingar voru sprækari í síðari hálfleik en það sást að Valsmenn söknuðu Hauks Páls Sigurðssonar, sem fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Ef frá er talinn skalli Gunnars Þorsteinssonar í slá náðu Grindvíkingar hins vegar að skapa sér fá færi. Einar Karl gerði svo út um leikinn með frábærum tilþrifum, sem fyrr segir, á 80. mínútu. Andri Rúnar fékk reyndar annað færi til að skora en aftur sá Anton Ari við honum og undirstrikaði góðan leik.Af hverju vann Valur? Valsmenn eiga frábæran skotmann í Einari Karli sem nýttist vel í kvöld og svo frábæran markvörð í Antoni Ara sem átti einn besta leik sinn í sumar í marki Valsmanna. En Valsmenn voru þéttir til baka í sinni þriggja manna varnarlínu þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson stýrði mönnum eins og herforingi. Hann átti góðan leik og sá ásamt félögum sínum til þess að Grindavík náði ekki að vinna sig aftur inn í leikinn þegar þeir náðu að liggja duglega á heimamönnum í síðari hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Einar Karl og Anton Ari voru bestu menn vallarins í kvöld. Eiður Aron var frábær í sínu hlutverki, sem og Bjarni Ólafur og Orri Sigurður. Varnarmenn Grindavíkur áttu líka góðan leik og Björn Berg Bryde sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er sínum mönnum. Þegar hann er heill þá er allt annað að sjá varnarleik Grindavíkur.Hvað gekk illa? Sóknarmenn Vals áttu ekki frábært kvöld. Patrick Pedersen reyndi hvað hann gat að búa eitthvað til fyrir samherja sína sem voru langt frá sínu besta. Þetta var máttlítill sóknarleikur hjá Valsmönnum sem eiga Einari Karli mikið að þakka í kvöld.Hvað gerist næst? Valsmenn fara til Eyja í erfiðan leik gegn ÍBV sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Grindavík á hörkuleik gegn KR á heiamvelli þar sem það gæti ráðist hvort liðið ætli að gera alvöru atlögu að því að komast í Evrópukeppnina. Ólafur: 1-0 er hættuleg forystaAnton Ari Einarsson átti stórleik í marki Vals.Vísir/StefánÓlafur Jóhannesson var ánægður með að hans menn náðu að landa 2-0 sigri gegn Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. „Það vantaði aðeins upp á í fyrri hálfleik. Við fengum færin til að skora minnst eitt mark í viðbót. 1-0 er hættuleg forysta en við kláruðum leikinn,“ sagði Ólafur. Grindvíkingar sóttu á Valsmenn í síðari hálfleik en náðu ekki að skapa sér mörg færi. „Við töluðum um það að fara ekki með of marga hátt upp sem við höfum verið að gera. Við vildum verja okkur. En það lá á okkur í smástund en það er vitað að hin liðin komast stundum inn í vítateig hjá okkur en við vorum undirbúnir fyrir það.“ Valsmenn héldu hreinu í kvöld og Anton Ari Einarsson átti frábæran leik í markinu. „Hann er frábær markvörður. Það er mjög gaman að þið sjáið það líka en það er langt síðan að við sáum það. Hann varði frábærlega allan leikinn.“ Ólafur er ánægður með sína menn og að hafa landað sigri í kvöld. Hann veit þó að það er heilmikið eftir af tímabilinu. „En staðan okkar er fín. Þetta er í okkar höndum sem er oft þægilegt. Við eigum samt mikið eftir - að fara til Vestmannaeyja, til Akureyrar og í Garðabæinn. Það er langur vegur frá því að mótið sé búið.“ Óli Stefán: Andri Rúnar klárar venjulega svona færiÓli Stefán Flóventsson.Vísir/Stefán„Við vorum að spila gegn besta liði landsins á þeirra heimavelli, þar sem þeim líður vel á þessu grasi sem hentar þeirra leikstíl,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavík, í eftir 2-0 tapið gegn Val í kvöld. Hann segir að hans menn hafi ekki byrjað nógu vel í leiknum en það hafi verið allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik, þegar menn komust í almennilegan takt við leikinn. „Ég er fyrst og síðast mjög stoltur af mínum strákum í dag. Við áttum skalla í slá en það vantaði að þetta myndi detta fyrir fæturnar á okkur því maður hafði það á tilfinningunni að ef við myndum jafna myndum við virkilega setja á þá,“ sagði hann. Óli Stefán hrósaði Antoni Ara, markverði Vals, sem varði í tvígang mjög vel frá markahróknum Andra Rúnari Bjarnasyni. „Andri klárar venjulega svona færi en öllu jöfnu eigum við að skora 1-2 mörk í svona leik. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum jafnað.“ Þrátt fyrir tapið hrósaði hann sínum mönnum fyrir frammistöðuna. „Það er stór munur að tapa leikjum eins og gegn Fjölni og Stjörnunni, eða þá þegar maður sér að menn eru að leggja allt í þetta. Við náðum að setja Val undir verulega pressu í síðari hálfleik.“ Hann vildi ekki gefa það út að Grindavík ætlaði að stefna á Evrópusæti í haust, þrátt fyrir að liðið eigi sannarlega möguleika á því. „Við erum enn að þroskast. Það má ekki gleyma að við erum nýliðar og við höfum lært mikið, sérstaklega á slæma kaflanum okkar í sumar. Við brugðumst vel við þegar við lentum undir í kvöld, ólíkt því sem áður var. Við erum að búa til gott lið til lengri tíma og slæmi kaflinn hjálpaði okkur í því. Við sáum hjarta og sál í þessari frammistöðu í dag þrátt fyrir tapið.“ Einar Karl: Sætt að sjá hann inniEinar Karl Ingvarsson.Vísir/StefánEinar Karl Ingvarsson var hetja Valsmanna í kvöld en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Vals á Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld. „Ég er mjög sáttur og þetta fannst mér vera mikilvæg þrjú stig. Það var svo bónus að skora þessi tvö mörk. Ég er mjög ánægður,“ sagði Einar Karl en síðara mark hans var sérlega glæsilegt. „Ég er duglegur við að skjóta utan teigs en hann hefur ekkert verið að fara inn í sumar. Það var því mjög sætt að sjá hann inni í dag.“ Hann segir að hans menn hafi ósjálfrátt fallið of mikið til baka í vörn eftir að hafa komist 1-0 yfir en Grindvíkingar náðu að setja þó nokkra pressu á Valsmenn í síðari hálfleik. „Mér fannst samt engin hætta og að við værum nokkuð öryggir með þetta,“ sagði Einar Karl sem er bjartsýnn á framhaldið. Þrátt fyrir að Valsmenn einbeiti sér bara aðeinum leik í einu sé erfitt að hunsa algerlega að útlitið er gott í baráttunni um titilinn. „Við reynum bara að halda okkur niðri á jörðinni og halda áfram,“ sagði hann. Pepsi Max-deild karla
Valsmenn eru enn með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir sigur á Grindavík í kvöld. Þar með náði toppliðið að hefna fyrir óvænt tap suður með sjó í fyrri umferð mótsins og er útlitið gott fyrir Hlíðarendapilta nú þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu. Einar Karl Ingvarsson skoraði bæði mörk Valsmanna í kvöld, hvort í sínum hálfleiknum. Síðara markið var sérlega glæsilegt - þrumunegla utan teigs sem söng í netinu. Sigurinn var líka sérstaklega ánægjulegur fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Vals, sem átti stórleik í kvöld. Hann fékk á sig klaufalegt mark í fyrri leik liðanna þegar Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrir þá gulu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í kvöld varði Anton Ari tvívegis frá Andra Rúnari en í fyrra skiptið var um ein bestu tilþrif sumarsins að ræða. Andri Rúnar komst í frákast eftir að Anton varði skot Rene Joensen en náði með ótrúlegum viðbrögðum að verja skot Andra Rúnars af skömmu færi. Stuttu síðar skoraði Einar Karl fyrra mark Vals eftir vel útfærða sókn og kom Valsmönnum í lykilstöðu. Valsmenn tóku þá leikinn yfir og fengu fullt af færum til að auka forystuna enn frekar, en fimm manna varnarlína Grindavíkur hélt ágætu skipulagi og komst vel frá sínu. Grindvíkingar voru sprækari í síðari hálfleik en það sást að Valsmenn söknuðu Hauks Páls Sigurðssonar, sem fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Ef frá er talinn skalli Gunnars Þorsteinssonar í slá náðu Grindvíkingar hins vegar að skapa sér fá færi. Einar Karl gerði svo út um leikinn með frábærum tilþrifum, sem fyrr segir, á 80. mínútu. Andri Rúnar fékk reyndar annað færi til að skora en aftur sá Anton Ari við honum og undirstrikaði góðan leik.Af hverju vann Valur? Valsmenn eiga frábæran skotmann í Einari Karli sem nýttist vel í kvöld og svo frábæran markvörð í Antoni Ara sem átti einn besta leik sinn í sumar í marki Valsmanna. En Valsmenn voru þéttir til baka í sinni þriggja manna varnarlínu þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson stýrði mönnum eins og herforingi. Hann átti góðan leik og sá ásamt félögum sínum til þess að Grindavík náði ekki að vinna sig aftur inn í leikinn þegar þeir náðu að liggja duglega á heimamönnum í síðari hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Einar Karl og Anton Ari voru bestu menn vallarins í kvöld. Eiður Aron var frábær í sínu hlutverki, sem og Bjarni Ólafur og Orri Sigurður. Varnarmenn Grindavíkur áttu líka góðan leik og Björn Berg Bryde sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er sínum mönnum. Þegar hann er heill þá er allt annað að sjá varnarleik Grindavíkur.Hvað gekk illa? Sóknarmenn Vals áttu ekki frábært kvöld. Patrick Pedersen reyndi hvað hann gat að búa eitthvað til fyrir samherja sína sem voru langt frá sínu besta. Þetta var máttlítill sóknarleikur hjá Valsmönnum sem eiga Einari Karli mikið að þakka í kvöld.Hvað gerist næst? Valsmenn fara til Eyja í erfiðan leik gegn ÍBV sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Grindavík á hörkuleik gegn KR á heiamvelli þar sem það gæti ráðist hvort liðið ætli að gera alvöru atlögu að því að komast í Evrópukeppnina. Ólafur: 1-0 er hættuleg forystaAnton Ari Einarsson átti stórleik í marki Vals.Vísir/StefánÓlafur Jóhannesson var ánægður með að hans menn náðu að landa 2-0 sigri gegn Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. „Það vantaði aðeins upp á í fyrri hálfleik. Við fengum færin til að skora minnst eitt mark í viðbót. 1-0 er hættuleg forysta en við kláruðum leikinn,“ sagði Ólafur. Grindvíkingar sóttu á Valsmenn í síðari hálfleik en náðu ekki að skapa sér mörg færi. „Við töluðum um það að fara ekki með of marga hátt upp sem við höfum verið að gera. Við vildum verja okkur. En það lá á okkur í smástund en það er vitað að hin liðin komast stundum inn í vítateig hjá okkur en við vorum undirbúnir fyrir það.“ Valsmenn héldu hreinu í kvöld og Anton Ari Einarsson átti frábæran leik í markinu. „Hann er frábær markvörður. Það er mjög gaman að þið sjáið það líka en það er langt síðan að við sáum það. Hann varði frábærlega allan leikinn.“ Ólafur er ánægður með sína menn og að hafa landað sigri í kvöld. Hann veit þó að það er heilmikið eftir af tímabilinu. „En staðan okkar er fín. Þetta er í okkar höndum sem er oft þægilegt. Við eigum samt mikið eftir - að fara til Vestmannaeyja, til Akureyrar og í Garðabæinn. Það er langur vegur frá því að mótið sé búið.“ Óli Stefán: Andri Rúnar klárar venjulega svona færiÓli Stefán Flóventsson.Vísir/Stefán„Við vorum að spila gegn besta liði landsins á þeirra heimavelli, þar sem þeim líður vel á þessu grasi sem hentar þeirra leikstíl,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavík, í eftir 2-0 tapið gegn Val í kvöld. Hann segir að hans menn hafi ekki byrjað nógu vel í leiknum en það hafi verið allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik, þegar menn komust í almennilegan takt við leikinn. „Ég er fyrst og síðast mjög stoltur af mínum strákum í dag. Við áttum skalla í slá en það vantaði að þetta myndi detta fyrir fæturnar á okkur því maður hafði það á tilfinningunni að ef við myndum jafna myndum við virkilega setja á þá,“ sagði hann. Óli Stefán hrósaði Antoni Ara, markverði Vals, sem varði í tvígang mjög vel frá markahróknum Andra Rúnari Bjarnasyni. „Andri klárar venjulega svona færi en öllu jöfnu eigum við að skora 1-2 mörk í svona leik. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum jafnað.“ Þrátt fyrir tapið hrósaði hann sínum mönnum fyrir frammistöðuna. „Það er stór munur að tapa leikjum eins og gegn Fjölni og Stjörnunni, eða þá þegar maður sér að menn eru að leggja allt í þetta. Við náðum að setja Val undir verulega pressu í síðari hálfleik.“ Hann vildi ekki gefa það út að Grindavík ætlaði að stefna á Evrópusæti í haust, þrátt fyrir að liðið eigi sannarlega möguleika á því. „Við erum enn að þroskast. Það má ekki gleyma að við erum nýliðar og við höfum lært mikið, sérstaklega á slæma kaflanum okkar í sumar. Við brugðumst vel við þegar við lentum undir í kvöld, ólíkt því sem áður var. Við erum að búa til gott lið til lengri tíma og slæmi kaflinn hjálpaði okkur í því. Við sáum hjarta og sál í þessari frammistöðu í dag þrátt fyrir tapið.“ Einar Karl: Sætt að sjá hann inniEinar Karl Ingvarsson.Vísir/StefánEinar Karl Ingvarsson var hetja Valsmanna í kvöld en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Vals á Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld. „Ég er mjög sáttur og þetta fannst mér vera mikilvæg þrjú stig. Það var svo bónus að skora þessi tvö mörk. Ég er mjög ánægður,“ sagði Einar Karl en síðara mark hans var sérlega glæsilegt. „Ég er duglegur við að skjóta utan teigs en hann hefur ekkert verið að fara inn í sumar. Það var því mjög sætt að sjá hann inni í dag.“ Hann segir að hans menn hafi ósjálfrátt fallið of mikið til baka í vörn eftir að hafa komist 1-0 yfir en Grindvíkingar náðu að setja þó nokkra pressu á Valsmenn í síðari hálfleik. „Mér fannst samt engin hætta og að við værum nokkuð öryggir með þetta,“ sagði Einar Karl sem er bjartsýnn á framhaldið. Þrátt fyrir að Valsmenn einbeiti sér bara aðeinum leik í einu sé erfitt að hunsa algerlega að útlitið er gott í baráttunni um titilinn. „Við reynum bara að halda okkur niðri á jörðinni og halda áfram,“ sagði hann.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti