Meirihluti starfsfólks með magakveisu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira