Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn í Barcelona leiddir fyrir dómara

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn leiða einn hryðjuverkumannanna grunuðu í járnum í Madrid.
Lögreglumenn leiða einn hryðjuverkumannanna grunuðu í járnum í Madrid. Vísir/EPA
Fjórir menn sem eru sakaðir um að tilheyra hópi sem lagði á ráðin um hryðjuverkaárásir í Barcelona og nágrenni koma fyrir dómara í Madrid í dag. Búist er við að þeir verði ákærðir fyrir hryðjuverk, morð og vopnaeign.

Átta aðrir meðlimir hópsins liggja í valnum. Tveir þeirra létust þegar gaskútar sem þeir höfðu safnað saman sprungu en lögreglumenn skutu sex aðra til bana.

Fjórmenningarnir voru fluttir til höfuðborgarinnar Madridar þar sem þeir koma fyrir dóm í dag. Þar mun dómari lesa upp ákærur yfir þeim. Þeir bera nú vitni fyrir dómnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Mennirnir eru á þrítugs og fertugsaldri. Flestir tólfmenninganna bjuggu í bænum Ripoll norður af Barcelona. Þeir eru allir af norður-afrískum ættum.

Fimmtán manns fórust og fleiri en hundrað aðrir særðust í hryðjuverkaárásum sem mönnunum er gefið að sök að hafa skipulagt í Barcelona og bænum Cambrils.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×