Stærsti bardagi aldarinnar er á laugardag og þeir sem vilja vera menn með mönnum verða að mæta. Það verður líka enginn skortur á stórstjörnum.
Það er búist við að minnsta kosti fimm Óskarsverðlaunahöfum, þrettán Grammy-verðlaunahöfum og átta meisturum úr NFL og NBA.
Stærstu leikararnir sem hafa boðað komu sína eru Denzel Washington, Angelina Jolie, Jamie Foxx og Mark Wahlberg.
Tónlistarkappar á borð við P Diddy, LL Cool J, Drake og Adam Levine ætla líka að láta sjá sig.
Svo verður NBA-stjarnan LeBron James á svæðinu sem og Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots.
Það á svo klárlega eftir að fjölga í þessum stjörnuhópi á næstu dögum.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Stjörnurnar fjölmenna á bardaga Conors og Mayweather

Tengdar fréttir

Sjáðu bardagann geggjaða sem kom Conor í UFC
Á gamlársdegi árið 2012 varð ungur Íri að nafni Conor McGregor fyrstur til þess að vera handhafi tveggja belti hjá Cage Warriors bardagasambandinu.

Mayweather sagður brjálaður út í Justin Bieber
Tónlistarstjarnan hefur hingað til verið mikill stuðningsmaður Mayweather.

Mayweather fær sér Burger King en Conor fór í laser tag
Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather er kominn í loftið. Hann er hressandi.

Klámkóngur býður upp á dvergaútgáfu af Conor og Mayweather
Sturlunin í kringum bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather nær líklega hámarki kvöldið fyrir sjálfan bardagann er dvergar berjast í næturklúbbi Hustler.