Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Skagamenn súnka niður eftir mistök sem þessi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurmark ÍBV gegn ÍA um helgina reyndist afdrifaríkt fyrir Skagamenn en eftir leik ákvað Gunnlaugur Jónsson að stíga til hliðar sem þjálfari ÍA. Markið var einkar klaufalegt en markvörðurinn Árni Snær Ólafsson missti boltann í gegnum fæturna eftir skalla Brian McLean.

Markið var tekið fyrir í Pepsi-mörkunum og bent á að varnarmenn ÍA hafi ekki sett neina pressu á Eyjamenn í aðdraganda marksins. Þá hafi McLean fengið að skalla að marki óáreittur.

„Þetta er samt ömurlegt hjá Árna Snæ. Ef að Ingvar Kale hefði staðið í markinu ... jesús kristur hvað hann hefði verið hakkaður í spað,“ benti Óskar Hrafn Þorvaldsson á í þættinum.

„En það eru mistök sem þessi, markmannsmistök, sem hafa ekki verið að hjálpa Skaganum í sumar. Ég held að margföldunaráhrif af svona mörkum eru tíföld á við annað sem vel er gert. Liðið súnkar niður og þú missir trúna,“ sagði hann enn fremur.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 0-1 | Slysalegt sigurmark fór langt með að fella Skagamenn

Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní.

Gunnlaugur hættur með Skagamenn

Knattspyrnudeild ÍA greindi frá því í kvöld að Gunnlaugur Jónsson væri hættur sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×