Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 11:07 Líkamsleifar hinnar japönsku Kazuko Toyonaga fundust í sjónum í Kaupmannahöfn á haustdögum 1986. Vísir/afp Lögregla í Kaupmannahöfn kannar nú hvort að hinn danski Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, gæti tengst eldri óupplýstum sakamálum. Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller greindi frá þessu á blaðamannafundinum í morgun. Sagði hann það venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. „Það er klárt að við rifjum upp eldri mál. Við erum með mál frá 1986, þar sem búkur japansks ferðamanns fannst í höfn Kaupmannahafnar. Þetta gerum við alltaf í manndrápsmálum,“ er haft eftir Møller í frétt DR. Á haustdögum 1986 sá leigubílstjóri plastpoka fljótandi í sjónum við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Í pokanum fundust búkur og fótleggir konu. Nokkrum dögum eftir að plastpokinn fannst við Íslandsbryggju fannst annar við Christianshavns Kanal, einnig með líkamsleifum, sem reyndust vera af sömu konu. Heila átta mánuði tók þó að bera kennsl á líkamsleifarnar, með aðstoð þýsks tannlæknis. Kom í ljós að um var að ræða 22 ára japanska námskonu, Kazuko Toyonaga, sem hafði ferðast frá Tokýó í maí 1986 og ferðast um Þýskaland, Svíþjóð og Danmörku. Hennar hafði verið saknað í 25 daga þegar fyrri pokinn fannst. Morðmálið varð aldrei upplýst. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn kannar nú hvort að hinn danski Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, gæti tengst eldri óupplýstum sakamálum. Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller greindi frá þessu á blaðamannafundinum í morgun. Sagði hann það venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. „Það er klárt að við rifjum upp eldri mál. Við erum með mál frá 1986, þar sem búkur japansks ferðamanns fannst í höfn Kaupmannahafnar. Þetta gerum við alltaf í manndrápsmálum,“ er haft eftir Møller í frétt DR. Á haustdögum 1986 sá leigubílstjóri plastpoka fljótandi í sjónum við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Í pokanum fundust búkur og fótleggir konu. Nokkrum dögum eftir að plastpokinn fannst við Íslandsbryggju fannst annar við Christianshavns Kanal, einnig með líkamsleifum, sem reyndust vera af sömu konu. Heila átta mánuði tók þó að bera kennsl á líkamsleifarnar, með aðstoð þýsks tannlæknis. Kom í ljós að um var að ræða 22 ára japanska námskonu, Kazuko Toyonaga, sem hafði ferðast frá Tokýó í maí 1986 og ferðast um Þýskaland, Svíþjóð og Danmörku. Hennar hafði verið saknað í 25 daga þegar fyrri pokinn fannst. Morðmálið varð aldrei upplýst.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35