
Þetta reddast ekki alltaf
Allt í rétta átt
Þveröfugt við það sem við sáum á árunum 2003-2007 hefur kaupmáttur launa vaxið hraðar en einkaneysla á síðustu níu árum. Vonandi er þetta merki um breytta tíma og að við séum að venjast því að spara og eiga fyrir hlutunum í stað þess að segja „þetta reddast“ og gera jólin upp í janúar og febrúar, leiðinlegustu mánuðum ársins að frátöldum mars að sjálfsögu.
Þetta er stórmál. Það er til mikils að vinna ef við temjum okkur aukna fyrirhyggjusemi og komum sparnaði í tísku. Þetta reddast nefnilega ekki alltaf og í landi þar sem vextir eru tiltölulega háir er auk þess dýrt að ýta neysluskuldum á undan sér og gott að leggja fyrir. Við erum að spara miklu meira en áður og þurfum að halda því áfram.
Dýr jól
Árlega birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar samantekt og spá um jólaverslun hér á landi. Spennandi verður að sjá hvort áframhald verður á þessum miklum vexti, en í fyrra var hann áætlaður um 10%. Áætlað var að útgjöld hverrar fjögurra manna fjölskyldu, sem rekja mátti beint til árstímans, væru um 215.000 krónur, þar af 80% í sérvöru og 20% í dagvöru. Við þetta bætist verslun okkar Íslendinga utan landsteinanna, sem er töluverð og hefur aukist hratt undanfarin ár.
Með sama áframhaldi styttist í að jólapokinn á Lækjartorgi rétt dugi fyrir jólagjafirnar og þá er betra að eiga fyrir þeim.
Hér er um að ræða fjárhæðir sem erfitt getur reynst að hrista fram úr erminni og er mun auðveldara að ráða við sé lagt fyrir með reglubundnum hætti. Það er kannski full snemmt að hengja upp seríur en undirbúningurinn fyrir jólin má alveg fara að hefjast.
Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar