Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 15:46 Úr öðrum kappræðum kosningabaráttunnar þar sem Hillary segist hafa upplifað framkomu Trump sem ógnun við sig. vísir/epa Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“ Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“
Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14