Floyd Mayweather hefur áhyggjur af því að Conor McGregor verði ekki í réttri þyngd er kapparnir stíga á vigtina á föstudag.
Mayweather heldur því fram að Conor sé tæpum fimm kílóum frá því að vera í löglegri þyngd sem er 70 kíló.
Það fór ekki vel í Írann að Mayweather væri að efast um niðurskurðinn hans.
„Þið getið sagt honum að grjóthalda kjafti. Hann veit ekki rassgat þessi fáviti. Leyfum honum bara að halda áfram að biðja. Biðja fyrir því að ég verði þreyttur og fari að bakka. Eina sem hann getur gert er að biðja en hann er að biðja til hons nýja Guðs hnefaleikanna,“ sagði Írinn rogginn og bætti við að hann myndi auðvelda ná vigt.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Conor: Getið sagt Floyd að grjóthalda kjafti

Tengdar fréttir

Conor gerði allt vitlaust í Las Vegas
Stuðningsmenn tóku Íranum opnum örmum í Las Vegas í nótt.

Mayweather: Conor er í vandræðum með að ná vigt
Floyd Mayweather segir að Conor McGregor sé í vandræðum með að ná vigt fyrir bardaga þeirra í Las Vegas á laugardaginn.

Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor
Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.

Embedded: Mayweather lipur á hjólaskautum
Annar þátturinn er kominn af Embedded, þar sem hitað er upp fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.