Úrskurður gerðardóms vegna BHM að renna út: „Verkfall er ekki á óskalista nokkurs manns“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 13:15 Frá mótmælum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu í verkföllunum 2015. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, er fremst til hægri á myndinni. Vísir/Pjetur BHM sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem seinagangur ríkisins vegna komandi kjaraviðræðna er gagnrýndur. Úrskurður gerðardóms frá árinu 2015 fyrir sautján aðildarfélög BHM rennur út eftir viku. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir í samtali við Vísi að aðildarfélögin hafi verið að reyna að ná fundi með samninganefnd ríkisins, meðal annars til að undirrita viðræðuáætlanir, en án árangurs. Ástæðan er sú að dregist hefur að fullskipa í samninganefndina en Þórunn kveðst eiga von á því að fjármála-og efnahagsráðuneytið klári að skipa í nefndina í seinasta lagi í dag. „Okkur fannst ástæða til að vekja athygli á því að það hefur dregist að skipa í nefndina og líka í ljósi þess hvað tíminn líður hratt,“ segir Þórunn. Fram kemur í yfirlýsingu BHM að samkvæmt þeim viðræðuáætlunum sem hafa verið undirritaðar á að ganga frá kjarasamningum fyrir næstu mánaðamót. Þórunn kveðst ekki bjartsýn á að það náist.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, þegar mál þess gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/ernirHorfa meðal annars til launahækkanna þeirra sem heyra undir kjararáð „Það er þannig samkvæmt vinnumarkaðslöggjöfinni að nýr samningur á að taka við af þeim sem rennur út. Þetta er auðvitað dálítið öðruvísi hjá okkur núna vegna þess að félögin fengu á sig úrskurð gerðardóms þannig að það er ekki verið að halda áfram með samning sem slíkan þó úrskurðurinn hafi gilt sem samningur. En auðvitað er almenna reglan sú og það teljast góð vinnubrögð að láta ekki líða of langt á milli gamals og nýs kjarasamnings,“ segir Þórunn. Hún segir BHM ekki hafa fengið nein viðbrögð frá ríkinu við yfirlýsingunni frá því í gær en fyrr í mánuðinum átti félagið góðan fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, að sögn Þórunnar. Þá væntir hún þess að lokið verði að skipa í samninganefndina í dag, eins og áður segir. Þórunn segir að við kröfugerðir horfi BHM á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, þar með talið þeirra sem heyra undir kjararáð og hafa fengið launahækkanir undanfarið. Ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BHM, hafa gagnrýnt þær hækkanir harðlega enda telja þeir þær úr takti við almenna launaþróun í landinu. „Við horfum að sjálfsögðu á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, líka þeirra sem hafa heyrt undir kjararáð og fengið ríflegar hækkanir. Við horfum auðvitað til þeirra samninga sem er nýbúið að gera, til að mynda við lækna, en svo er það líka þannig að hvert og eitt félag greinir stöðu sinna félagsmanna með tilliti til launaþróunar sambærilegra hópa, bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum.“Myndin er frá mótmælastöðu í aðgerðum BHM og hjúkrunarfræðinga á Austurvelli sumarið 2015, þegar viðræður stóðu við ríkið.vísir/StefánEkkert hægt að segja hvort að farið verði í verkföll líkt og í síðustu kjaradeilu Að sögn Þórunnar hafa kröfugerðir ekki verið gerðar opinberar fyrr en á fyrsta fundi með samninganefnd ríkisins en svo er það í höndum félaganna að upplýsa um kröfugerðir sínar. Það sé ekki komið að því. Kjaradeila BHM og ríkisins árið 2015 var afar hörð og endaði með því að Alþingi setti lög á verkföll tæplega 700 félagsmanna BHM. Verkföllin höfðu þá staðið yfir í tíu vikur en á meðal þeirra sem voru í verkfalli voru ljósmæður, geislafræðingar og lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þórunn segir enga leið að segja til um það fyrirfram hvort að viðræðurnar núna verði að jafnharðri kjaradeilu og síðast. „Auðvitað vonum við að í þetta sinn verði lokið við kjarasamninga í frjálsum samningum. Þannig á það að vera alla jafna og að sjálfsögðu viljum við ná kjarasamningum við ríkið. Okkur hefur hingað til tekist að semja við aðra atvinnurekendur, sveitarfélög og atvinnurekendur á almennum markaði. Ríkið er stærsti vinnuveitandi í landinu og ég trúi ekki öðru en að í þetta sinn sé ríkið tilbúið til að virða samningsréttinn,“ segir Þórunn.Þannig að það er ekki efst á ykkar óskalista að fara í verkfall? „Það að fara í verkfall er ekki á óskalista nokkurs manns.“ Kjaramál Tengdar fréttir Tæplega helmingur lífeindafræðinga sagt upp störfum Yfirlífeindafræðingur smitsjúkdómadeildar telur deildina verða óstarfhæfa ef fram haldi sem horfir. 10. júlí 2015 10:59 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
BHM sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem seinagangur ríkisins vegna komandi kjaraviðræðna er gagnrýndur. Úrskurður gerðardóms frá árinu 2015 fyrir sautján aðildarfélög BHM rennur út eftir viku. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir í samtali við Vísi að aðildarfélögin hafi verið að reyna að ná fundi með samninganefnd ríkisins, meðal annars til að undirrita viðræðuáætlanir, en án árangurs. Ástæðan er sú að dregist hefur að fullskipa í samninganefndina en Þórunn kveðst eiga von á því að fjármála-og efnahagsráðuneytið klári að skipa í nefndina í seinasta lagi í dag. „Okkur fannst ástæða til að vekja athygli á því að það hefur dregist að skipa í nefndina og líka í ljósi þess hvað tíminn líður hratt,“ segir Þórunn. Fram kemur í yfirlýsingu BHM að samkvæmt þeim viðræðuáætlunum sem hafa verið undirritaðar á að ganga frá kjarasamningum fyrir næstu mánaðamót. Þórunn kveðst ekki bjartsýn á að það náist.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, þegar mál þess gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/ernirHorfa meðal annars til launahækkanna þeirra sem heyra undir kjararáð „Það er þannig samkvæmt vinnumarkaðslöggjöfinni að nýr samningur á að taka við af þeim sem rennur út. Þetta er auðvitað dálítið öðruvísi hjá okkur núna vegna þess að félögin fengu á sig úrskurð gerðardóms þannig að það er ekki verið að halda áfram með samning sem slíkan þó úrskurðurinn hafi gilt sem samningur. En auðvitað er almenna reglan sú og það teljast góð vinnubrögð að láta ekki líða of langt á milli gamals og nýs kjarasamnings,“ segir Þórunn. Hún segir BHM ekki hafa fengið nein viðbrögð frá ríkinu við yfirlýsingunni frá því í gær en fyrr í mánuðinum átti félagið góðan fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, að sögn Þórunnar. Þá væntir hún þess að lokið verði að skipa í samninganefndina í dag, eins og áður segir. Þórunn segir að við kröfugerðir horfi BHM á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, þar með talið þeirra sem heyra undir kjararáð og hafa fengið launahækkanir undanfarið. Ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BHM, hafa gagnrýnt þær hækkanir harðlega enda telja þeir þær úr takti við almenna launaþróun í landinu. „Við horfum að sjálfsögðu á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, líka þeirra sem hafa heyrt undir kjararáð og fengið ríflegar hækkanir. Við horfum auðvitað til þeirra samninga sem er nýbúið að gera, til að mynda við lækna, en svo er það líka þannig að hvert og eitt félag greinir stöðu sinna félagsmanna með tilliti til launaþróunar sambærilegra hópa, bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum.“Myndin er frá mótmælastöðu í aðgerðum BHM og hjúkrunarfræðinga á Austurvelli sumarið 2015, þegar viðræður stóðu við ríkið.vísir/StefánEkkert hægt að segja hvort að farið verði í verkföll líkt og í síðustu kjaradeilu Að sögn Þórunnar hafa kröfugerðir ekki verið gerðar opinberar fyrr en á fyrsta fundi með samninganefnd ríkisins en svo er það í höndum félaganna að upplýsa um kröfugerðir sínar. Það sé ekki komið að því. Kjaradeila BHM og ríkisins árið 2015 var afar hörð og endaði með því að Alþingi setti lög á verkföll tæplega 700 félagsmanna BHM. Verkföllin höfðu þá staðið yfir í tíu vikur en á meðal þeirra sem voru í verkfalli voru ljósmæður, geislafræðingar og lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þórunn segir enga leið að segja til um það fyrirfram hvort að viðræðurnar núna verði að jafnharðri kjaradeilu og síðast. „Auðvitað vonum við að í þetta sinn verði lokið við kjarasamninga í frjálsum samningum. Þannig á það að vera alla jafna og að sjálfsögðu viljum við ná kjarasamningum við ríkið. Okkur hefur hingað til tekist að semja við aðra atvinnurekendur, sveitarfélög og atvinnurekendur á almennum markaði. Ríkið er stærsti vinnuveitandi í landinu og ég trúi ekki öðru en að í þetta sinn sé ríkið tilbúið til að virða samningsréttinn,“ segir Þórunn.Þannig að það er ekki efst á ykkar óskalista að fara í verkfall? „Það að fara í verkfall er ekki á óskalista nokkurs manns.“
Kjaramál Tengdar fréttir Tæplega helmingur lífeindafræðinga sagt upp störfum Yfirlífeindafræðingur smitsjúkdómadeildar telur deildina verða óstarfhæfa ef fram haldi sem horfir. 10. júlí 2015 10:59 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Tæplega helmingur lífeindafræðinga sagt upp störfum Yfirlífeindafræðingur smitsjúkdómadeildar telur deildina verða óstarfhæfa ef fram haldi sem horfir. 10. júlí 2015 10:59
Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00
Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29