Segir stöðu Framsóknarflokksins ekki góða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2017 19:23 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20